Erlent

Yfirvöld í Istanbúl blása Gleðigönguna af vegna öryggisástæðna

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Gleðigangan mun ekki fara fram í ár en gangan var líka blásin af í fyrra.
Gleðigangan mun ekki fara fram í ár en gangan var líka blásin af í fyrra. Vísir/AFP
Yfirvöld í Istanbúl hafa blásið Gleðigönguna þar í landi af vegna öryggisástæðna. Hótanir frá þjóðernisfylkingunni Alperen Hearths þar í landi eru meðal þess sem talið er ógna örygginu. Samtökin hótuðu að koma í veg fyrir gönguna ef yfirvöld myndu ekki stöðva hana. Stjórnvöld segjast ekki hafa þorað öðru en að blása gönguna af. Gangan átti að fara fram á sunnudaginn næstkomandi. Þetta kemur fram inn á vef Reuters.

Þetta er annað árið í röð sem Gleðigangan, sem hefur verið talin sú stærsta í samfélagi múslíma, er bönnuð. Gangan hefur yfirleitt gengið vel fyrir sig og er Istanbúl talin vera ein af þeim borgum sem sé hvað öruggust fyrir samkynhneigða einstaklinga. Ekki er það þó algilt.

Fyrir tveimur árum varð uppþot í göngunni þegar lögreglumenn notuðust meðal annars við táragas til að dreifa mannfjöldanum eftir að skipuleggjendur komu fram og sögðu að þeim hefði verið neitað að halda gönguna á þeim forsendum að hún skaraðist við Ramadan, mánuð föstu í múslímatrú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×