Enski boltinn

Arbeloa hættur

Elías Orri Njarðarson skrifar
Álvaro Arbeloa í baráttunni við Oxlade-Chamberlain á síðustu leiktíð.
Álvaro Arbeloa í baráttunni við Oxlade-Chamberlain á síðustu leiktíð. visir/epa
Álvaro Arbeloa, fyrrverandi leikmaður Liverpool, Real Madrid og West Ham, hefur tilkynnt það að hann sé búinn að leggja skóna á hilluna.

Arbeloa sem lék aðeins þrjá leiki fyrir West Ham á seinustu leiktíð áður en að samningi hans var rift.

Ferill hans var flottur en hann vann spænska deildarmeistaratitilinn einu sinni og Meistaradeildina tvisvar á tíma sínum hjá Real Madrid ásamt því að hafa verið í spænska landsliðinu sem vann Evrópumótið árið 2008 og árið 2012 og einnig Heimsmeistaramótið árið 2010.

Arbeloa lék yfir 200 deildarleiki á ferli sínum og á 56 leiki fyrir spænska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×