Innlent

Íbúi á Eskifirði finnur til léttis

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mörtu Magðalenu, íbúa á Eskifirði, er létt yfir því að veðrinu hafi slotað og er ánægð með hvernig bæjaryfirvöld stóðu að málum.
Mörtu Magðalenu, íbúa á Eskifirði, er létt yfir því að veðrinu hafi slotað og er ánægð með hvernig bæjaryfirvöld stóðu að málum. Marta Madgalena Baginska
Marta Magdalena Baginska, Íbúi á Eskifirði, býr við Hlíðarendaá þar sem upp úr flæddi í gær. Henni og öðrum bæjarbúum er mjög létt yfir því að þetta sé allt saman afstaðið. 

„Þetta kom eiginlega allt í einu. Maður sá hérna upp úr þrjú gröfu og lögreglumenn vera þarna. Það leit út eins og þeir hefðu stjórn á þessu.“ Hún lýsir því hvernig vatnsyfirborðið hafi hækkað og loks flætt yfir ný byggða brú þegar ein grafanna gaf sig þegar verið var að bíða eftir næstu gröfu.

Marta Magdalena er ánægð með það hvernig stjórnvöld Fjarðabyggðar stóðu að málum.

„Mér fannst þau allavega gera það sem þau gátu til að laga þetta. Voru snöggir að grípa til, lokuðu veginum þegar þurfti þess og mokuðu grjóti upp úr ánni svo það myndi ekki flæða í áttina að íbúðarhúsunum.“

Spurð að því hvort hún finni til mikils léttis þegar þetta er afstaðið svarar hún játandi. „Það er komin ró núna. Það er mikið vatn í ánni en hún rennur vel í gegn.“

 

 

Mynd af vettvangi tekin út um glugga Mörtu.Marta Magdalena Baginska



Fleiri fréttir

Sjá meira


×