Erlent

Dönsk stúlka í hjólastól látin sitja úti í horni í útskriftinni sinni á meðan skólafélagar fögnuðu upp á sviði

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Isabella var vitaskuld ekki sátt með framkomu skólastjórnenda.
Isabella var vitaskuld ekki sátt með framkomu skólastjórnenda. Solvej Hansen
Ung dönsk stúlka sem útskrifaðist úr framhaldsskólanum Roskilde Handelsskole fékk ekki tækifæri á að taka við prófskírteininu sínu ásamt skólafélögum sínum uppi á sviði. Stúlkan, Isabella Romanow, er með vöðvahrörnunarsjúkdóm og er í hjólastól. Ekki fannst rampur til að flytja hana upp á sviðið þannig að hún var staðsett fyrir neðan sviðið og á bak við plöntu í horninu. DR greinir frá.

„Ég sat alein úti í horni, langt frá vinum mínum sem voru á sviðinu. Ég heyrði ekki einu sinni í ræðunum,“ sagði Isabella.

Jørgen Sloth, skólastjóri skólans, segir að þetta sé klúður af hálfu skólans og að þetta komi ekki fyrir aftur. Jørgen segir jafnframt að þetta hefði verið besta staðsetningin eins og staðan hafi verið.

Móðir Isabellu, stakk upp á því á sækja þeirra eigin ramp sem var út í bíl en skólayfirvöld sögðu að þess þyrfti ekki þar sem skólastjórnendur töldu að það myndi bara flækja málin

Þetta þýddi að dagurinn, sem átti að vera gleðidagur, varð fremur sorglegur fyrir Isabellu og fjölskyldu hennar hvað þetta varðar.

Móðir Isabellu skrifaði um upplifun sína og Isabellu í færslu á Facebook. Þar má sjá Isabellu sitja í horninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×