Fótbolti

Auðveldur sigur Portúgal | Tveimur leikjum lokið í Álfukeppninni í fótbolta

Elías Orri Njarðarson skrifar
Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu.
Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu. visir/epa
Tveimur leikjum er nú lokið í A-riðli í Álfukeppninni í fótbolta í dag.

Mexíkó mættu Rússum í hörkuleik. Aleksandr Samedov kom Rússlandi yfir á 25. mínútu leiksins en eftir hálftíma leik jafnaði Nestor Araujo metin fyrir Mexíkó.

Staðan var 1-1 þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.

Á 52. mínútu kom Hirving Lozano Mexíkó yfir 2-1 eftir mistök frá Igor Akinfeev, markmanni Rússlands. Rússar misstu síðan mann af velli þegar að Yuri Zhirkov fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Mexíkó. Gestgjafarnir Rússar eru því úr leik í keppninni.

Í öðrum leik dagsins mættu Evrópumeistarar Portúgal Nýja-Sjálandi.

Cristiano Ronaldo kom Portúgal yfir á 33. mínútu úr vítaspyrnu og fimm mínútum síðar jók Bernando Silva forskotið fyrir Portúgal. Staðan var 2-0 í hálfleik.

Portúgalar voru mun sterkari aðillinn í leiknum og bættu tveimur mörkum við. Á 80. mínútu skoraði Andre Silva þriðja mark Portúgal og á 90. mínútu bætti Nani fjórða marki Portúgal við.

Leikurinn endaði 4-0. Sterkur sigur hjá Portúgal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×