Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Mikil eyðilegging varð á húsum og vegum á Eskifirði og Seyðisfirði í nótt þegar úrhellisrigning á Austurlandi olli flóðum og aurskriðu á svæðinu.

Mikið hefur dregið úr úrkomu í dag og er bæjarbúum er létt yfir að ástandið sé afstaðið. Erfitt er að meta tjónið að svo stöddu en það gæti verið mikið, enda úrhellið það mesta í manna minnum. Við fjöllum ítarlega um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Við sýnum myndir af vettvangi og viðtöl við lögreglu og bæjarbúa.

Þá fjöllum við um nýja úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu og horfur í efnahagsmálum hér á landi - en þar kemur fram að eftirliti með fjármálamarkaðnum sé ábótavant. Við skreppum einnig til Þingvalla en erfitt hefur reynst að fá ferðamenn þar til að gera þarfir sínar á salernum, þrátt fyrir að aðstaða sé góð. Þá heilsum við upp á hóp ungmenna sem sló upp tjaldbúðum við fataverslun á Hverfisgötu í nótt til að tryggja sér sérstaka útgáfu af strigaskóm.

Þetta og margt fleira í fréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×