Erlent

Tölvuárás gerð á breska þingið

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Þingmönnum var greint frá árásinni í gærkvöldi.
Þingmönnum var greint frá árásinni í gærkvöldi.
Tölvuárás hefur verið gerð á breska þingið og segir talskona þingsins að unnið sé að því að rannsaka árásina og koma öllu í samt horf í samstarfi við Þjóðaröryggisstofnun Bretlands.



BBC greinir frá því að tilraunir hafi verið gerðar til að komast inn í tölvukerfi þingsins og hafa þingmenn í kjölfarið átt í erfiðleikum með að komast inn á tölvupóstinn sinn. Talskonan greinir þó frá því að það sé ekki vegna árásarinnar, heldur einfaldlega hluti af ferlinu til að laga kerfið.

Þingmönnum var greint frá árásinni í gærkvöldi.

Miklar öryggisráðstafanir eru á þinginu og mikið er lagt upp úr því að verja alla aðganga og kerfi. Hluti af varúðarráðstöfunum er að loka aðgangi að netkerfinu tímabundið.

Nokkrir þingmenn hafa tjáð sig um árásina á Twitter. Til dæmis sagði Rennor lávarður að allir þeir sem þyrftu nauðsynlega að ná í hann skyldu senda honum smáskilaboð. Þingmaður Íhaldsflokksins, Henry Smith, spurði sig að því á sama vettvangi hvort þetta væri árás frá Kim Jong Un, Pútín eða einhverjum krakka. Síðar bætti hann við að hann ætlaði á barinn.

Rúmlega mánuður er liðinn frá því að umfangsmikil tölvuárás var gerð um allan heim. Heilbrigðisstofnanir reyndust sérstaklega veikar fyrir árásunum og fór breska heilbrigðiskerfið einna verst út úr árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×