Erlent

Rúmlega áttatíu létu lífið í árásum gærdagsins í Pakistan

Atli Ísleifsson skrifar
Tíu lögreglumenn fórust í árás gærdagsins í Quetta.
Tíu lögreglumenn fórust í árás gærdagsins í Quetta. Vísir/afp
Að minnsta kosti 85 manns létu samtals lífið í þremur sprengjuárásum í Pakistan í gær. Frá þessu greinir talsmaður heilbrigðisyfirvalda í landinu.

Fjórtán manns, þar af tíu lögreglumenn fórust í bílsprengjuárás í borginni Quetta í Baluchistan-héraði.

Síðar um daginn sprengdu tveir sjálfsvígssprengjumenn sjálfa sig í loft upp á markaði í Parachinar í norðvesturhluta landsins. Þar létu 67 manns hið minnsta lífið. Þá særðust á þriðja hundrað manns í árásinni og liggja 160 þeirra enn á sjúkrahúsi, margir með lífshættulega áverka.

Tveir öfgahópar súnnímúslima segjast bera ábyrgð á árásunum.

Þá voru fjórir lögreglumenn skotnir til bana af hópi vopnuðra manna á bifhjólum í Karachi í suðurhluta Pakistans í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×