Lífið

Hundurinn Martha valinn ljótasti hundur í heimi

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Martha hæstánægð með daginn
Martha hæstánægð með daginn
Martha, sem er af gerðinni Neapolitan Mastiff, var kosin ljóstasti hundur í heimi fyrr í dag. Keppnin hefur verið haldin árlega síðan 1988 og var í þetta skiptið haldin í Petaluma í Kaliforníu.

Alls voru fjórtán hundar skráðir í keppnina en fyrir sigurinn fékk Martha og eigandinn hennar, Shirley Zindler, verðlaunabikar og rúmlega 150 þúsund krónur.

Dómnefndin í keppninni dæmir eftir persónuleika hundanna, viðbrögðum áhorfenda, fyrstu áhrifum og óvenjulegum einkennum. Í keppninni er iðulega mikið af hundum sem hefur verið bjargað úr skýlum og af götunni en Martha er dæmi um slíkan hund. Keppninni er ætlað að vekja athygli á ættleiðingu hunda og að þrátt fyrir að þeir líti ekki vel út geti þeir verið góðir lífsförunautar.

Næst á dagskránni hjá þeim er að fara til New York í þeim tilgangi að koma fram í fjölmiðlum.

Vísir/EPA
Vísir/EPA
Vísir/EPA
Vísir/EPA





Fleiri fréttir

Sjá meira


×