Enski boltinn

Dani Alves er með stærri verðlaunaskáp heldur en Manchester City

Elías Orri Njarðarson skrifar
Dani Alves er alvöru gæji.
Dani Alves er alvöru gæji. visir/epa
Líklegt er að brasilíski bakvörðurinn Dani Alves sé á leiðinni til síns gamla lærimeistara Pep Guardiola hjá Manchester City.

Það þykir merkilegt nokk að Alves sem hefur átt farsælan feril, með liðum eins og Barcelona og Juventus, á nokkuð mikið af verðlaunum sem hann hefur sankað að sér í gegnum tíðina.

Alves hefur unnið 33 titla á ferli sínum, sem er mikið afrek. Dani Alves átti 8 frábær ár í Barcelona og vann þar 23 stóra titla, sem dæmi má nefna að hann vann spænsku deildina sex sinnum, Meistaradeildina þrisvar og Spænska Konungsbikarinn fimm sinnum með Börsungum.

Manchester City hefur aðeins unnið 18 titla í sögu félagsins sem var stofnað árið 1894.

Því mætti segja að ef Pep Guardiola nær að krækja í Dani Alves, þá komi þar inn maður með sigurhugarfar. Eitthvað sem Guardiola telur þörf á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×