Golf

Birgir Leifur að leika vel í Danmörku

Elías Orri Njarðarson skrifar
Birgir Leifur er að spila vel
Birgir Leifur er að spila vel mynd/gsí
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék vel á seinasta hring sínum á Made in Danmark mótinu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni.

Birgir lék fyrst hring á 71 höggum, fór annan hringinn á 67 höggum og þann þriðja á 74 höggum.

Birgir Leifur lék fjórða og seinasta hringinn á 67 höggum. Hann byrjaði vel, því að strax á annarri holu fékk Birgir örn en fékk síðan skolla á þriðju holunni.

Birgir lék fyrstu níu holurnar á fjórum höggum undir pari en á síðari níu holunum lék hann gott golf og fékk einn fugl og átta pör.

Birgir Leifur endaði mótið á níu höggum undir pari og situr í 11. sæti en þó eiga fleiri kylfingar eftir að klára hringinn og gæti því staða hans breyst.

Hægt er að fylgjast með stöðutöflunni í mótinu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×