Golf

Egill Ragnar og Guðrún Brá Íslandsmeistarar í holukeppni 2017

Elías Orri Njarðarson skrifar
Guðrún Brá er Íslandsmeistari í holukeppni kvenna 2017
Guðrún Brá er Íslandsmeistari í holukeppni kvenna 2017 mynd/gsí
Leikið var til úrslita um KPMG bikarinn og í boði var Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni árið 2017 í karla- og kvennaflokki í Vestmannaeyjum í dag.

Aðstæður voru góðar í Eyjum og leikið var gott golf. Í úrslitum karlamegin mættust Egill Ragnar Gunnarsson (GKG) og Alfreð Brynjar Kristinsson (GKG). Í leiknum um 3. sætið karlamegin mættust Stefán Þór Bogason (GR) og Jóhannes Guðmundsson (GR).

Egill Ragnar Gunnarsson sigraði KPMG bikarinn og er Íslandsmeistari í holukeppni 2017 eftir sigur gegn Alfreði Brynjari 5/3.

Stefán Þór Bogason tryggði sér 3. sætið með 2/0 sigri á Jóhannesi Guðmundssyni.

Í úrslitum kvennamegin mættust Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) og Helga Kristín Einarsdóttir (GK). Anna Sólveig Snorradóttir (GK) mætti svo Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur (GK) í leiknum um 3.sætið.

Guðrún Brá sigraði Helgu Kristínu 3/2 vann því KPMG bikarinn og er Íslandsmeistari í holukeppni 2017.

Í leiknum um 3. sætið sigraði svo Anna Sólveig Hafdísi Öldu 5/4.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×