Viðskipti innlent

Íslenskt síldarlýsi hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Aðstandendur fyrirtækisins veittu verðlaununum viðtöku í Brussel.
Aðstandendur fyrirtækisins veittu verðlaununum viðtöku í Brussel. Margildi
Frumkvöðlafyrirtækið Margildi veitti í síðustu viku viðtöku hinum alþjóðlegu iTQi (International Taste & Quality Institute) Superior Taste Award matvælagæðaverðlaunum fyrir síldarlýsi sitt. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í hinu sögufræga Cercle Royal Gaulois í Brussel að viðstöddu fjölmenni.

Verðlaunin voru veitt fyrir síldarlýsi Margildis bæði með og án appelsínubragðs. „Þau eru hliðstæð Michelinstjörnum veitinga- og hótelbransans og er það okkur sem stöndum að Margildi sönn ánægja að vera landi og þjóð til sóma á þennan hátt,“ segir Snorri Hreggviðsson hjá Margildi.

Hann segir þetta mikla viðurkenningu fyrir fyrirtækið og að þetta muni efla markaðssetingu lýsisins. „Okkur hjá Margildi finnst það mikil list að gera lýsi (omega-3) svo gott að 135 meistarakokkum og matgæðingum líki það vel.“

Margildi vinnur í samstarfi við nokkur íslensk fyrirtæki að þróun hollra matvæla sem innihalda omega-3 úr lýsinu okkar og má þar meða allars nefna ferskt pasta, viðbit úr smjöri, skyr, íslenska repjuolíublöndu, brauð og fleira.

Verðlaunalýsi Margildis hefur verið selt til Evrópu og Bandaríkjanna og fer í smásöludreifingu hérlendis í lok sumars undir nýju vörumerki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×