Erlent

Leyfa nú myndatöku með dróna

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Ekki þarf lengur sérstakt leyfi til að taka myndir með dróna í Svíþjóð.
Ekki þarf lengur sérstakt leyfi til að taka myndir með dróna í Svíþjóð. NORDICPHOTOS/GETTY
Sænska þingið hefur breytt lögum þannig að frá og með 1. ágúst þurfa fyrirtæki og einstaklingar ekki sérstakt leyfi til að nota dróna með eftirlitsmyndavélum. Tekið er fram að þeir sem noti dróna til að taka myndir verði að gæta að persónuvernd.

Til dæmis er óheimilt að taka myndir með dróna án þess að viðkomandi hafi möguleika á að uppgötva það.

Dómstóll hafði kveðið upp þann úrskurð í október að bannað væri að taka myndir með dróna án sérstaks leyfis. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×