Erlent

Skip með um 150 ferðamenn innanborðs sökk í Kólumbíu

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Penol-lón­ið í bæn­um Guatapé
Penol-lón­ið í bæn­um Guatapé Vísir/AFP
Skipið Almirante sökk í uppistöðulóni í Kólumbíu í kvöld með um hundrað og fimmtíu ferðamenn innanborðs. Umfangsmikilli björgunaraðgerð hefur verið hrint af stað og er þyrla frá lofthernum á vettvangi að leita að fólki. Minnst þrír eru látnir og tuga er saknað

Báturinn sökk á siglingu á Penol lón­inu í bæn­um Guatapé sem er vinsæll bær meðal ferðamanna.

Ekki er vitað um tildrög slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×