Lífið

Ef Gillz safnar rúmlega hálfri milljón mun Auddi ganga um með hárkollu í mánuð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steindi, Auddi og Egill eru umsjónarmenn þáttarins.
Steindi, Auddi og Egill eru umsjónarmenn þáttarins.
Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, bauð Auðunni Blöndal 550.000 krónur fyrir að vera með hárkollu allan sólahringinn í heilan mánuð í útvarpsþættinum FM95Blö á föstudaginn.

Egill kom fram með spurninguna í dagskráliðnum Myndir þú fyrir pening en hann ætlar greinilega lengra með málið. Hann spurði fylgjendur sína út í málið á Twitter og sagði:

„Smelltu á LIKE ef þú værir til í að millifæra 1000kr fyrir að sjá @Auddib með hárkollu hvert sem hann fer í einn mánuð!“ 

 

Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 819 manns líkað við færsluna og upphæðin er því komin. Lífið hafði samband við Egil og segir hann að til standi að koma kollunni á Audda Blö.

„Ég er bara að finna lausn á hvernig við hefjum söfnunina en ef það safnast 550 þúsund þá þarf hann að vera með hárkollu í mánuð,“ segir Egill og bætir því við að peningurinn fari óskiptur til góðgerðamála.

„Lágmarkið er 550.000 en vonandi náum við meira þar sem þetta fer í gott málefni,“ segir Egill en Auðunn Blöndal er klár í slaginn og vill bara fá sem mest til að gefa til góðgerðamála.

Hér að neðan má hlusta á umræðuna í síðasta þætti af FM95BLÖ en hún hefst þegar 51:30 mínútur eru liðnar af þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×