Innlent

Jón H. B. Snorrason til ríkissaksóknara

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jón H. B. Snorrason mun hefja störf hjá ríkissaksóknara í ágúst.
Jón H. B. Snorrason mun hefja störf hjá ríkissaksóknara í ágúst. Vísir/E.Ól.
Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og aðstoðarlögreglustjóri, mun hefja störf sem saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara eftir verslunarmannahelgina í ágúst. Þetta staðfestir Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, í samtali við Vísi.

Jón H. B. hefur starfað fyrir lögregluna um árabil. Hann stjórnaði meðal annars rannsókn lekamálsins svokallaða sem sneri að því með hvaða hætti upplýsingum um hælisleitendur var komið frá innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla.

Hanna Birna Kristjánsdóttir var þá innanríkisráðherra en hún sagði af sér vegna málsins og var Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að leka minnisblaði um hælisleitendurna til fjölmiðla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×