Enski boltinn

De Boer tekur við af Stóra Sam

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frank de Boer gerði góða hluti með Ajax en stoppaði stutt við hjá Inter.
Frank de Boer gerði góða hluti með Ajax en stoppaði stutt við hjá Inter. vísir/getty
Frank de Boer hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace.

De Boer var kynntur til leiks hjá Palace í hádeginu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

De Boer, sem er 47 ára Hollendingur, tekur við Palace af Sam Allardyce sem hætti óvænt eftir síðasta tímabil.

„Ég er í sjöunda himni yfir því að vera ráðinn stjóri Crystal Palace. Það er mikill heiður fyrir mig að taka við svona sögufrægu félagi sem er þekkt út um allan heim fyrir stolta og ástríðufulla stuðningsmenn. Þetta er spennandi tækifæri fyrir mig og ég get ekki beðið eftir að byrja í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði De Boer.

De Boer tók við uppeldisfélaginu Ajax árið 2010 og gerði það fjórum sinnum að hollenskum meisturum. Hann hætti hjá Ajax sumarið 2016 og tók við Inter. De Boer stoppaði stutt við á San Siro og entist aðeins 85 daga í starfi hjá ítalska félaginu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×