Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka nánar háskaakstur ökumanns rútu sem náðist á myndband á Suðurlandsvegi í gær en litlu mátti muna að alvarlegt slys yrði. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sérfræðingur hjá Samgöngustofu líkir atvikinu við banatilræði.

Í kvöldfréttum verður einnig fjallað um ráðleggingar fagráðs um sjúkraflutninga sem vill skoða kosti þess að koma á fót sérstökum sjúkraþyrlum hér á landi til að stytta viðbragðstíma vegna alvarlegra útkalla.

Þá fylgjumst við með viðamikilli kafbátaæfingu á vegum Atlantshafsbandalagsins sem hófst í dag. Herskip, kafbátar, kafbátaeftirlitsflugvélar, þyrlur og hátt í tvö þúsund manns taka þátt í æfingunni. Þá tökum við stöðuna á malbikunarframkvæmdum sem standa nú yfir víðs vegar í borginni og hafa þær valdið nokkurri röskun á umferð. Verkstjóri hjá malbikunarfyrirtæki segir að ökumenn sýni þessu almennt skilning en alltaf séu þó einhverjir tilbúnir að kvarta.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×