Erlent

Hjúkrunarfræðingur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að verða 8 sjúklingum að bana

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Elizabeth Wettlaufer, 49 ára, hefur hlotið þungan dóm fyrir brot sín.
Elizabeth Wettlaufer, 49 ára, hefur hlotið þungan dóm fyrir brot sín. Vísir/afp
Elizabeth Wettlaufer, hjúkrunarfræðingur í Ontario í Kanada, var í dag dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið átta sjúklingum sínum að bana. Greint er frá þessu á vef kanadísku fréttastofunnar CBC.

Wettlaufer hlaut átta lífstíðardóma fyrir brot sín sem framin voru á tveimur hjúkrunarheimilum í Ontario á árunum 2007-2014. Hún mun enn fremur ekki fá möguleika á reynslulausn fyrr en í fyrsta lagi að 25 ára afplánun lokinni.

Hjúkrunarfræðingurinn fyrrverandi mætti fyrir dóm í dag og sagðist „ákaflega miður sín“ yfir því að hafa banað sjúklingunum átta sem allir voru í hennar umsjá.

„Hún var langt frá því að vera mikunnsamur engill,“ sagði Bruce Thomas, dómarinn í málinu, við réttarhöldin í dag. „Hún var þess í stað dauðaskuggi sem féll á fórnarlömbin.“

Í myndbandi, sem sýnt var við réttarhöldin, játaði Wettlaufer að hafa drepið og sært sjúklinga sína með því að sprauta í þá insúlíni. Þeir voru allir eldriborgarar, bæði karlar og konur, á aldrinum 75-96 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×