Erlent

Pólsk lög skerða aðgengi kvenna að neyðarpillunni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mannréttindahópar eru á meðal andstæðinga löggjafarinnar sem skerðir aðgengi kvenna að neyðarpillunni.
Mannréttindahópar eru á meðal andstæðinga löggjafarinnar sem skerðir aðgengi kvenna að neyðarpillunni. Vísir/Getty
Stjórnvöld í Póllandi eru sökuð um að lítilsvirða evrópsk gildi fyrir að hafa sett á lög sem skerða aðgengi kvenna að neyðarpillunni.

Andrzej Duda, forseti Póllands, skrifaði undir lögin þrátt fyrir andstöðu mannréttindasamtaka og álit sérfræðinga. The Guardian greinir frá.

Stúlkur og konur, 15 ára og eldri, þurfa nú að panta tíma hjá lækni til að fá neyðarpilluna. Hópar sem eru andvígir nýju lögunum segja að breytingin muni fyrst og fremst bitna á þolendum kynferðisofbeldis. Auk þeirra komi þetta illa niður á þeim konum sem séu búsettar á afskekktari svæðum í Póllandi. 

Þá setur það ugg að andstæðingum löggjafarinnar að læknar geti neitað konum um pilluna ef þeim sýnist svo. Margar konur óttist það að læknar muni neyta þeim um neyðarpilluna af trúarlegum ástæðum.

Heilbrigðisráðherra Póllands, Konstanty Radziwill, sagði löggjöfina nauðsynlega. Hann telji að konur hefðu misnotað lyfin og að það gæti haft slæmar afleiðingar fyrir heilsuna. Þetta segir hann þvert á álit sérfræðinga heilbrigðiskerfisins í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×