Sport

Serena biður McEnroe um að láta hana í friði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Serena Williams er líklega besta tenniskona sögunnar.
Serena Williams er líklega besta tenniskona sögunnar. Vísir/Getty
Serena Williams hefur sent John McEnroe tóninn eftir að sá síðarnefndi lét ummæli falla sem hafa vakið talsverða athygli.

McEnroe, sem er fyrrum sjölfaldur meistari á stórmótum, sagði í viðtali við NPR-útvarpsstöðina í Bandaríkjunum að Williams myndi líklega vera í 700. sæti heimslistans ef hún myndi spila í karlaflokki.

Williams er besta tenniskona heims og á met yfir flesta titla í nútímatennis en hún hefur unnið 23 stórmó á ferlinum. Hún er nú frá keppni þar sem hún er barnshafandi.

McEnroe bætti við að ummælin væru ekki til þess fallinn að draga úr afrekum Williams.

„Mér finnst Serena ótrúlegur leikmaður og ég reikna með því að allt sé mögulegt - kannski geti einhvern tímann kvenkyns tennisleikmaður orðið betri en allir aðrir,“ sagði McEnroe.

„Ég hef bara ekki séð það gerast í neinni annarri íþrótt og ekki í tennis. Ef hún myndi spila í karlaflokki væri sagan allt önnur.“

Williams svaraði fyrir sig á Twitter-síðu sinni og bað John, sem hún bæri mikla virðingu fyrir, um að láta sig í friði þegar kæmi að ummælum sem þessum. Hún hafi enn fremur aldrei spilað við leikmann sem er í kringum 700. sæti heimslistans í karlaflokki né heldur hefði hún tíma til þess.













BBC hafði samband við Dmitry Tursunov, rússneskan kappa sem er í 701. sæti heimslistans, sem tók undir orð McEnroe.

„Raunin er að karlmenn eru yfir höfuð sterkari [en konur]. Ég vona að ég myndi hafa betur gegn Serenu,“ sagði Tursunov.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×