Viðskipti innlent

Hólmfríður ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland

Atli Ísleifsson skrifar
Hólmfríður Einarsdóttir hefur áður starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka.
Hólmfríður Einarsdóttir hefur áður starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka. Ankra
Hólmfríður Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland. 

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Hólmfríður búi yfir fimmtán ára reynslu af sölu- og markaðsstörfum þar sem hún starfaði áður sem markaðsstjóri Íslandsbanka og þar á undan sem markaðsstjóri Símans og Kaupþings.

„Hólmfríður útskrifaðist með B.S. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2003 og stundar nú MBA nám með vinnu í Rotterdam School of Management í Hollandi en þar er hún búsett ásamt fjölskyldu sinni. Hún er gift Ragnari Þór Ragnarssyni framkvæmdastjóra hjá Samskipum og eiga þau þrjú börn á aldrinum 9-22 ára.

Í kjölfar aukinna umsvifa Feel Iceland erlendis munu kraftar Hólmfríðar nýtast sérstaklega vel við kynningu og sölu á Feel Iceland og vörum fyrirtækisins bæði hér heima og erlendis,“ segir í tilkynningunni.

Fyr­ir­tækið sér­hæf­ir sig í húðvör­um og fæðubóta­efn­um sem unnið er úr ís­lensk­um sjáv­ar­af­urðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×