Erlent

Merkel opnar á hjónabönd samkynhneigðra

Atli Ísleifsson skrifar
Angela Merkel svaraði spurningum Brigitte Huber, ritstjóra kvennablaðsins Brigitte, á viðburði blaðsins í gær.
Angela Merkel svaraði spurningum Brigitte Huber, ritstjóra kvennablaðsins Brigitte, á viðburði blaðsins í gær. Vísir/AFP
Þýskir þingmenn þrýsta nú á Angelu Merkel Þýskalandskanslara gefa grænt ljós á atkvæðagreiðslu á þingi um hvort eigi að heimila hjónabönd samkynhneigðra í landinu.

Merkel, sem hefur áður lýst yfir andstöðu við slík hjónabönd, lýsti því yfir á viðburði sem blaðið Brigitte skipulagði í gær, að þetta sé mál þar sem þingmenn eigi að greiða atkvæði samkvæmt eigin samviku, ekki eftir flokkslínum.

Árið 2013 sagðist Merkel ekki styðja hjónabönd samkynhneigðra, barnanna vegna.

Í Þýskalandi hafa samkynhneigð pör mátt vera skráð í sambúð frá árinu 2001, en ekki mátt ganga í hjónaband.

Jafnaðarmannaflokkurinn, Frjálsir demókratar og Græningjar hafa allir lýst yfir stuðningi við að heimila hjónabönd samkynhneigðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×