Íslenski boltinn

Óskar Hrafn lítt hrifinn af frammi­stöðu FH: Hræddir, hægir og hug­mynda­snauðir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrátt fyrir að FH hafi unnið ÍBV í Eyjum í 9. umferð Pepsi-deildar karla fannst Óskari Hrafni Þorvaldssyni ekki mikið til frammistöðu Fimleikafélagsins koma.

„Ég skil Heimi Guðjónsson. Hafandi horft á þennan leik, þá týnirðu með arfaklórunni það jákvæða úr þessu sem er auðvitað það að þeir héldu hreinu. En það var ekki endilega þeim að þakka,“ sagði Óskar Hrafn í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi.

Óskar Hrafn sagðist sjaldan hafa séð FH-inga jafn slappa og í leiknum í Eyjum.

„Þeir voru lélegir en líka hræddir, hægir og hugmyndasnauðir. Ég er ekki sammála Pétri Viðarssyni,“ sagði Óskar Hrafn og vísaði til ummæla miðvarðarins eftir leikinn þar sem sagði að FH hefði spilað ágætlega.

„Þetta var ekki ágætur leikur hjá þeim. Þeir áttu ekki skilið að vinna en það var sterkt að klára þennan leik og algjörlega lífsnauðsynlegt,“ sagði Óskar Hrafn.

FH er í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 14 stig eftir níu umferðir, sex stigum á eftir toppliði Vals.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Jonathan Hendrickx á förum frá FH

Jonathan Hendrickx var ekki í leikmannahópi FH á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Hann er á leið í erlent lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×