Enski boltinn

Hinn "suður-kóreski Messi“ íhugar að fara frá Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lee í leik með U-20 liði Suður-Kóreu.
Lee í leik með U-20 liði Suður-Kóreu. Vísir/AFP
Spænska blaðið Marca greinir frá því í dag að Lee Seuong-woo, leikmaður Barcelona, sé mögulega á leið frá félaginu og til Dortmund í Þýskalandi.

Lee er nítján ára og hefur verið öflugur leikmaður ungmennaliða Barcelona undanfarin ár. Svo að honum verið líkt við Lionel Messi og verið kallaður hinn „suður-kóreski Messi“.

Hann hefur fundað með forráðamönnum félagsins og segist að hann muni senn taka ákvörðun.

„Ef ég spila ekki fyrir Barcelona, þá mun ég velja mér lið sem gefur mér besta tækifærið til þess,“ sagði Lee við fjölmiðla í heimalandinu áður en hann hélt til Spánar.

Lee gekk fyrst í raðir Barcelona fyrir sex árum síðan en umboðsmaður hans, Pere Guardiola, hefur sagt opinberlega frá því að Dortmund hafi gert skjólstæðingi hans tilboð.

„Ef ég spila fyrir annað lið þá er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að snúa aftur til Barcelona síðar,“ sagði Lee.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×