Erlent

Hraðbankinn fimmtugur í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Rauðum dregli var komið fyrir fyrir framan hraðbankann í Enfield-útibúi Barclays í dag.
Rauðum dregli var komið fyrir fyrir framan hraðbankann í Enfield-útibúi Barclays í dag. Vísir/AFP
Fimmtíu ár eru í dag frá því að fyrsti hraðbanki heims var opnaður í London.

Breski Barclays-bankinn opnaði fyrsta hraðbankann í útibúi bankans í Enfield í norðurhluta London þann 27. júní 1967 og var hann sá fyrsti af sex hraðbönkum sem bankinn opnaði í fyrstu lotu.

Hraðbanki í Enfield-útibúi Barclays-bankans var skreyttur gylltum ramma í tilefni tímamótanna í dag, auk þess að rauðum dregli var komið fyrir fyrir viðskiptavini.

Skoski uppfinningamaðurinn Shepherd-Barron átti heiðurinn af uppfinningunni, en það var leikarinn Reg Varney, sem kom meðal annars fram í gamanþáttunum On the Buses, sem var fyrstur til að taka út pening úr hraðbankanum.

Í frétt Reuters segir að áætlað sé að um þrjár milljónir hraðbanka séu nú starfsræktir í heiminum. Þann nyrsta er að finna í Longyearbyen á Svalbarða og sá syðsti á McMurdo stöðinni á Suðurskautslandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×