Viðskipti innlent

Nýir starfsmenn hjá Coca-Cola á Íslandi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru við Stuðlaháls.
Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru við Stuðlaháls. vísir/anton brink
Björg Jónsdóttir og Áki Sveinsson eru nýir starfsmenn hjá Coca-Cola á Íslandi.

Áki Sveinsson.Mynd/Athygli
Áki Sveinsson hefur hafið störf sem markaðsstjóri áfengra drykkja hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi og mun leiða og bera ábyrgð á markaðsmálum er tengjast öllum áfengum vörum fyrirtækisins á Íslandi þar með talið bjór sem seldur er undir merkjum Víking Brugghúss.

Fram kemur í tilkynningu að Áki hefur mikla reynslu í markaðsmálum, starfaði síðastliðin 13 ár í markaðsdeild Íslandsbanka og sat m.a. í stjórn ÍMARK um árabil.

Áki útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2003 og útskrifaðist með MBA gráðu frá sama skóla þann 17. júní síðastliðinn.

Björg JónsdóttirMynd/Athygli
Björg leiðir sölu- og viðskiptaþjónustu hjá Coca-Cola á Íslandi

Björg Jónsdóttir hefur hafið störf sem forstöðumaður á sölu- og þjónustusviði hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi. Björg mun leiða starfsemi sölu- og viðskiptaþjónustu auk innleiðingu nýrra kerfa og vinnuaðferða í sölu- og þjónustu til samræmis við Coca-Cola European Partners samstæðuna. Áður starfaði Björg sem forstöðumaður og sölustjóri hjá Valitor, hjá Eimskip og Heritable Bank í London.

Björg útskrifaðist í Viðskiptalögfræði frá University of Hertfordshire í Englandi og hálfnuð með Mastersnám í Stjórnun og stefnumótun í HÍ.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×