Innlent

Jón Trausti laus úr gæsluvarðhaldi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jón Trausti Lúthersson þegar hann var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag.
Jón Trausti Lúthersson þegar hann var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. vísir
Jón Trausti Lúthersson sem úrskurðaður var í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi, grunaður um aðild að manndrápi í Mosfellsdal í byrjun mánaðarins, er laus úr gæsluvarðhaldi.

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Jóns Trausta, kærði úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar sem féllst ekki áframhaldandi varðhald. RÚV greindi fyrst frá dómi réttarins en Sveinn Andri staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi. Sveinn Andri hafði ekki séð dóm Hæstaréttar þegar Vísir náði tali af honum og vissi því ekki á hvaða forsendum hann byggði.

Hæstiréttur staðfesti síðan úrskurð héraðsdóms varðandi Svein Gest Tryggvason, sem einnig er grunaður um aðild að málinu, um að hann sæti fjögurra vikna gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna.

Alls eru sex manns grunaðir í málinu en fjórum var sleppt úr gæsluvarðhaldi fyrir tæpum tveimur vikum. Arnar Jónsson Aspar lést eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri líkamsárás við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn.



Fréttin hefur verið uppfærð.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×