Innlent

Tímamót í sögu Náttúruminjasafns Íslands

Höskuldur Kári Schram skrifar
Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands
Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands
Tímamót urðu í sögu Náttúruminjasafns Íslands í dag þegar skrifað var undir samning um að það fái aðstöðu til sýningarhalds í Perlunni. Forstöðumaður safnsins segir að samningurinn hafi mikla þýðingu fyrir safnið sem hefur verið á vergangi í mörg ár.

Samningurinn nær til 25 ára og hefur safninu verið fundinn staður á nýrri hæð í Perlunni sem nú er í smíðum. Agnes Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Perlu norðursins - sem leigir Perluna af borginni - segir að Náttúruminjasafnið passi vel inn í starfsemi hússins.

Náttúruminjasafnið var stofnað árið 2007 en hefur hingað til ekki átt sinn eigin sýningarsal. Hilmar J. Malmquist forstöðumaður safnsins segir þetta vera ánægjulegt skref en leysi þó ekki húsnæðisþörf safnsins.

„Við þurfum aðstöðu til að sinna rannsóknum. Við þurfum almennilegt skrifstofurými. Við leigjum úti í bæ gamalt húsnæði sem er að verða of þröngt,“ segir Hilmar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×