Innlent

Sofnaði vímusvefni í ljósabekk og stefndi ríkinu

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Sólabekkir hafa oft verið vinsælir til að lífga upp á annars hvíta og dauflega húð. Læknar hafa hins vegar varað við áhrifum þeirra.
Sólabekkir hafa oft verið vinsælir til að lífga upp á annars hvíta og dauflega húð. Læknar hafa hins vegar varað við áhrifum þeirra. Vísir/Getty
Íslenska ríkið var sýknað af kröfu um miskabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur, eftir að stúlka, sem sofnaði vímusvefni í ljósabekk, stefndi í kjölfarið ríkinu fyrir að hafa, að hennar mati, brotið á friðhelgi einkalífs hennar. Stúlkan var á sólbaðsstofu ásamt vinkonu sinni en báðar voru undir áhrifum vímuefna þegar lögreglu bar að garði.

Stúlkan krafðist þess að henni yrðu greiddar miskabætur að upphæð 900 þúsund krónum, auk dráttarvaxta, þar sem hún taldi að lögreglumenn, sem mættu á svæðið, hafi séð hana nakta og neituðu að leyfa henni að klæða sig í friði.

Lögreglumennirnir neituðu sök og sögðu að starfsmenn sólbaðsstofunnar hafi breytt yfir hana handklæði, þeir hafi því ekki séð stúlkuna nakta. Þeir hafi vikið úr klefanum meðan hún klæddi sig. Tekið var fram að ekki hafi verið um handtöku að ræða heldur aðstoð við borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×