Íslenski boltinn

Harpa komin í gang

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Harpa í leik með Stjörnunni.
Harpa í leik með Stjörnunni. vísir/ernir
Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir var í stuði á afmælisdegi sínum og skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í stórsigri á Haukum.

Harpa var valin í EM-hópinn fyrir nokkrum dögum síðan en þá var hún aðeins búin að spila í 138 mínútur síðan hún kom úr barnsburðarfríi. Hún virðist þó vera að styrkjast með hverjum deginum sem eru góð tíðindi fyrir landsliðið.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er líka á leiðinni á EM og hún fagnaði því með tveimur mörkum gegn FH í kvöld.

Þór/KA er enn á toppi deildarinnar en Breiðablik er nú fjórum stigum á eftir norðanstúlkum en Stjarnan er sex stigum á eftir toppliðinu.

Úrslit:

Stjarnan - Haukar  5-0

1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (6.), 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (31.), 3-0 Guðmunda Brynja Óladóttir (44.), 4-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (63.), 5-0 Guðmunda Brynja Óladóttir (90.).

FH - Breiðablik  0-5

0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (18.), 0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (71.), 0-3 Fanndís Friðriksdóttir (74.), 0-4 Rakel Hönnudóttir (83.), 0-5 Guðrún Arnardóttir (90.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×