Íslenski boltinn

Harpa komin í gang

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Harpa í leik með Stjörnunni.
Harpa í leik með Stjörnunni. vísir/ernir

Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir var í stuði á afmælisdegi sínum og skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í stórsigri á Haukum.

Harpa var valin í EM-hópinn fyrir nokkrum dögum síðan en þá var hún aðeins búin að spila í 138 mínútur síðan hún kom úr barnsburðarfríi. Hún virðist þó vera að styrkjast með hverjum deginum sem eru góð tíðindi fyrir landsliðið.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er líka á leiðinni á EM og hún fagnaði því með tveimur mörkum gegn FH í kvöld.

Þór/KA er enn á toppi deildarinnar en Breiðablik er nú fjórum stigum á eftir norðanstúlkum en Stjarnan er sex stigum á eftir toppliðinu.

Úrslit:

Stjarnan - Haukar  5-0
1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (6.), 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (31.), 3-0 Guðmunda Brynja Óladóttir (44.), 4-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (63.), 5-0 Guðmunda Brynja Óladóttir (90.).

FH - Breiðablik  0-5
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (18.), 0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (71.), 0-3 Fanndís Friðriksdóttir (74.), 0-4 Rakel Hönnudóttir (83.), 0-5 Guðrún Arnardóttir (90.).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.