Handbolti

EHF: Dómarar höfðu ekki vísvitandi rangt við

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var afar vonsvikinn með dómgæsluna í Rúmeníu.
Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var afar vonsvikinn með dómgæsluna í Rúmeníu. vísir/andri marinó
Handknattleikssamband Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómgæslan í leik Vals og Poatissa Turda í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handbolta hafi ekki verið fullnægjandi.

Þetta segir JJ Rowland, talsmaður EHF, í skriflegu svari sínu til Morgunblaðsins í dag en bæði Valur og stjórn HSÍ sendu kvörtun til EHF vegna dómgæslunnar í leiknum.

Sjá einnig: Draumur Valsmanna sem dó kostaði tólf milljónir: „Við vorum rændir“

Þeir Íslendingar sem horfðu á leikinn virtust flestir á einu máli um að pottur væri brotinn í dómgæslunni og Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði að augljóst væri að dómararnir hefðu verið keyptir.

Rowland segir enn fremur í svari sínu til Morgunblaðins að upptakan hafi verið óskýr og að skýrslur frá báðum liðum, dómurum og eftirlitsmanni gafi ekki ástæðu til að ætla að „vísvitandi hafi verið haft rangt við í leiknum“, segir í svari EHF.

Ljóst er að málið mun því ekki hafa neinar afleiðingar í för með sér fyrir dómara leiksins


Tengdar fréttir

Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu

Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag.

Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu

Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun.

Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“

Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×