Ólétt á forsíðu Vanity Fair

28. júní 2017
skrifar

Tennisstjarnan Serena Williams er ólétt og nakin á glæsilegri forsíðu ágústblaðs Vanity Fair. Hún er einn farsælasti íþróttamaður heims, en það vakti mikla athygli þegar hún vann Australian Open komin fimm mánuði á leið.

Serena fetar í fótspor annarra stjarna, en Demi Moore sat fyrir á ógleymanlegri forsíðu Vanity Fair árið 1991. Cindy Crawford fylgdi eftir árið 1999 í W Magazine, og loks Claudia Schiffer árið 2010 í þýska Vogue.

Þessi forsíða er með skýr og góð skilaboð; óléttan er falleg og henni skal fagna!