Enski boltinn

Lampard gæti tekið við Oxford

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lampard skoraði 15 mörk í 31 leik fyrir New York.
Lampard skoraði 15 mörk í 31 leik fyrir New York. vísir/getty
Frank Lampard er einn þeirra sem kemur til greina sem næsti knattspyrnustjóri Oxford United sem leikur í ensku C-deildinni.

Þetta er fullyrt á fréttavef Sky Sports en Lampard mun vera í hópi þeirra sem hafa fengið viðtal vegna starfsins. Pep Clotet, aðstoðarmaður Garry Monk hjá Swansea og Leeds, er einnig í þeim  hópi.

Samkvæmt fréttinni kemur sterklega til greina að Lampard verði boðið starfið sem yrði hans fyrsta þjálfarastarf eftir að hann lagði skóna á hilluna í febrúar á þessu ári.

Lampard spilaði lengst af með Chelsea á ferli sínum og skoraði 211 mörk fyrir liðið sem er félagsmet. Hann varð þrívegis Englandsmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari auk þess sem hann vann Meistaradeild Evrópu með liðinu.

Hann hóf ferilinn með West Ham en spilaði síðast með New York City FC í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×