Enski boltinn

Erkifjendur berjast um Terry

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Terry þakkar fyrir sig eftir síðasta leikinn fyrir Chelsea.
Terry þakkar fyrir sig eftir síðasta leikinn fyrir Chelsea. vísir/getty
Erkifjendurnir Aston Villa og Birmingham City hafa báðir boðið John Terry, fyrirliða Chelsea, eins árs samning. Sky Sports greinir frá.

Bæði liðin spila í ensku B-deildinni. Samkvæmt heimildum Sky er Terry spenntari fyrir því að leika með Villa þar sem Steve Bruce er við stjórnvölinn.

Nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni hafa einnig áhuga á því að fá Terry í sínar raðir, þ.á.m. Swansea City, Bournemouth og West Brom.

Terry, sem er 36 ára, yfirgefur Chelsea þegar samningur hans rennur út um mánaðarmótin.

Terry kom lítið við sögu hjá Chelsea þegar liðið varð Englandsmeistari á síðasta tímabili. Hann lék aðeins 14 leiki í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×