Viðskipti innlent

Álagningarseðlarnir frá skattinum komnir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Einstaklingar geta nú nálgast upplýsingar á vefnum varðandi það hvort þeir skuldi skattinum eða eigi inni hjá honum.
Einstaklingar geta nú nálgast upplýsingar á vefnum varðandi það hvort þeir skuldi skattinum eða eigi inni hjá honum. Vísir/Anton
Álagningarseðlar einstaklinga eru nú aðgengilegir á vefsíðunni skattur.is en á þeim má sjá hvort að maður eigi inneign hjá skattinum eða skuldi eitthvað.

Seðlarnir verða síðan bornir út eftir þann 29. júní næstkomandi til þeirra sem ekki afþökkuðu að fá álagningarseðla á pappír.

Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra verða inneignir lagðar inn á bankareikninga næstkomandi föstudag, þann 30. júní.

Engar ávísanir verða sendar út og þurfa þeir sem ekki hafa tilkynnt um bankareikning því að sækja inneignir sínar til innheimtumanns, sem eru Tollstjórinn í Reykjavík og sýslumenn um allt land.

Upplýsingar um álagninguna eru veittar hjá ríkisskattstjóra. Kærufrestur rennur svo út þann 31. ágúst 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×