Sport

Einherjar mæta næst úrvalsliði frá Bretlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einherjar leika gegn bresku liði í september.
Einherjar leika gegn bresku liði í september. Mynd/Aðsend
Nú er ljóst að Einherjar munu næst spila við úrvalslið frá Bretlandi þann 16. september. Einherjar er eina liðið á Íslandi sem æfir og keppir í amerískum fótbolta.

Fyrr á þessu ári mættu Einherjar liði Starnberg Argonauts frá Þýskalandi og unnu afar sannfærandi sigur, 48-14.

Þetta verður fjórði leikur Einherja gegn erlendu liði en fyrstu tveir voru gegn norskum liðum.

Breska liðið verður að stærstum hluta skipað leikmönnum Ouse Valley Eagles en auglýst var eftir öðrum leikmönnum til að hægt væri að koma með 60 manna lið til Íslands.

Alls sóttu 90 leikmenn sem spila með breskum liðum um ellefu laus sæti og komust því talsvert færri að en vildu, eftir því sem kemur fram hér þar sem einnig má sjá leikmannaskipan breska liðsins.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×