Lífið

Gerard Butler minnist Mikael Nyqvist: „Hann var einn af mínum uppáhalds“

Atli Ísleifsson skrifar
Mikael Nyqvist lést af völdum krabbameins í gær.
Mikael Nyqvist lést af völdum krabbameins í gær. Vísir/Getty
Skoski leikarinn Gerard Butler fer fögrum orðum um vin sinn, sænska leikarann Mikael Nyqvist, í myndskeiði sem hann birti á Facebook í gær. Nyqvist lést af völdum lungnakrabbameins í gær, 56 ára að aldri.

Nyqvist var þekktastur á alþjóðavettvangi fyrir hlutverk sitt sem blaðamaðurinn Mikael Blomkvist í sænsku Millenium-myndunum sem voru byggðar á metsölubókum Stieg Larsson.

Þeir Butler og Nyqvist léku nýlega saman í myndinni Hunter Killer sem enn er í framleiðslu og á eftir að frumsýna.

Butler segist í myndskeiðinu miður sín vegna fráfalls Nyqvist sem hann lýsir sem einn af sínum uppáhalds mönnum sé litið til hæfileika og mannlegra eiginleika. Segir hann Nyqvist hafa verið hógværan og hlýjan mann.

Sjá má myndskeiðið að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×