Körfubolti

Houston blandar sér í baráttuna um Chris Paul

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Verða James Harden og Chris Paul samherjar á næsta tímabili?
Verða James Harden og Chris Paul samherjar á næsta tímabili? vísir/getty
Houston Rockets ætlar að blanda sér í baráttuna um leikstjórnandann Chris Paul samkvæmt heimildum ESPN.

Paul á eitt ár eftir af samningi sínum við Los Angeles Clippers sem hann hefur leikið með frá árinu 2012.

Houston komst í undanúrslit Vesturdeildarinnar í NBA á síðasta tímabili en ætlar sér stærri hluti á því næsta.

James Harden, aðalstjarna Houston, hefur hvatt forráðamenn félagsins til að semja við hinn 32 ára Paul.

Til að það gerist þarf Houston að búa til pláss undir launaþakinu. ESPN greindi frá því í síðustu viku að Houston hefði reynt að skipta Patrick Beverley, Ryan Anderson og Lou Williams frá félaginu til að búa til pláss fyrir aðra stórstjörnu.

Samkvæmt heimildum ESPN hefur Houston einnig áhuga á því að fá Paul George sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Indiana Pacers. Houston hefur einnig verið orðað við Kyle Lowry (Toronto Raptors), Paul Millsap (Atlanta Hawks) og Blake Griffin (LA Clippers).

Paul hefur verið í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar undanfarin áratug. Hann skoraði 18,1 stig, tók 5,0 fráköst og gaf 9,2 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×