Fótbolti

Dýrt tap hjá Djurgardens á heimavelli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kvöldið fór ekki vel hjá Guðbjörgu og félögum.
Kvöldið fór ekki vel hjá Guðbjörgu og félögum. vísir/getty
Íslendingaliðið Djurgardens varð af dýrmætum stigum í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld er það tapaði á heimavelli gegn botnliði Örebro.

Örebro komst yfir í lok fyrri hálfleiks en Djurgardens jafnaði snemma í síðari hálfleik. Það var svo fomm mínútum fyrir leikslok er Örebro skoraði sigurmarkið fram hjá íslenska landsliðsmarkverðinum Guðbjörgu Gunnarsdóttur.

Hallbera Guðný Gísladóttir var einnig í byrjunarliði Djurgardens í kvöld en liðið er um miðja deild á meðan Örebro komst upp úr júmbósætinu með sigrinum.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var í byrjunarliði Vålerenga sem vann 2-0 sigur á Grand Bodö í norsku úrvalsdeildinni.

Þetta voru mikilvæg stig fyrir Vålerenga sem hefur verið nálægt fallsvæðinu en er nú komið með andrými um miðja deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×