Innlent

Hæsta fjárframlagið kemur frá Íslendingum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Heildarframlög á síðasta ári námu rúmum 67,4 milljónum króna.
Heildarframlög á síðasta ári námu rúmum 67,4 milljónum króna. mynd/un women
Landsnefnd UN Women á Íslandi lagði samtökunum á síðasta ári til hæsta fjárframlag allra landsnefnda, óháð höfðatölu, samkvæmt nýrri ársskýrslu UN Women – stofnunar Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna og jafnréttis. Heildarframlögin námu á síðasta ári 67,4 milljónum króna.

Landsnefndir UN Women eru fimmtán talsins og starfa víðs vegar um heiminn. Íslenska landsnefndin hefur undanfarin tvö ár sent annað hæsta framlag landsnefnda, á eftir Ástralíu. Sú íslenska trónir hins vegar á toppnum í ár, en árið fimmtán voru framlög hennar 47,7 milljónir króna.

 

„Starfsemi landsnefndarinnar hefur vaxið ört á undanförnum árum. Síðasta ár var engin undantekning og jukust framlög landsnefndarinnar um 41% á milli áranna 2015 og 2016. Um helmingur af heildarframlagi landsnefndarinnar rann til verkefna sem miða að því bæta lífsgæði og öryggi kvenna á flótta. Þá hafa aldrei fleiri styrkt samtökin með mánaðarlegu framlagi og aldrei áður hafa jafn margir karlmenn tilheyrt þeim hópi,“ segir Hanna Eiríksdóttir, starfandi framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í tilkynningu.

Lesa má ársskýrslu UN Women hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×