Innlent

Norskan sífellt vinsælli hér á landi með tilkomu SKAM

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Hugrún Geirsdóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og SKAM-aðdáandi.
Hugrún Geirsdóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og SKAM-aðdáandi.
Vinsældir norsku unglingaþáttanna SKAM hafa orðið til þess að áhugi fólks á norska tungumálinu hefur stóraukist síðustu mánuði. Endurmenntun Háskóla Íslands mun í haust bjóða upp á norskunámskeið þar sem þættirnir verða nýttir við kennsluna.

Nokkrar kynslóðir lærðu að tala dönsku með því að lesa andrésblöð, börn læra ensku í gegnum Youtube og nú læra ungmenni, og reyndar líka fullorðnir, norsku með því að horfa á unglingaþættina SKAM.  

Hjá endurmenntum Háskóla Íslands starfar mikill SKAM-unnandi sem fékk þá hugmynd að nýta þessar óvæntu vinsældir norskunnar í tungumálakennslu. Í haust hefst norskunámskeið sem kennt verður með hjálp þáttanna vinsælu.

„Þetta er námskeið á norsku þar sem þátttakendur mæta aðeins undirbúnir fyrir tímana og undirbúningurinn felst í því að horfa á vissa SKAM þætti, tala saman um þættina, persónurnar, hvað gerðist, tala um menningu í Noregi,“ segir Hugrún Geirsdóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og SKAM-aðdáandi.

Hugrún segir að sum orð séu vinsælli en önnur og aðspurð segir hún mikinn áhuga á námskeiðinu. Hún býst við að öll sæti fyllist á næstu dögum.

Rætt var við Hugrúnu í kvöldfréttum Stöðvar 2, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×