Erlent

Bólusetja við tölvuveirum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Tölvur eru þó ekki bólusettar með sprautum.
Tölvur eru þó ekki bólusettar með sprautum. Vísir/Vilhelm
Hægt er að bólusetja tölvur við gagnagíslatökuveiru sem skók heiminn fyrr í vikunni og hafði meðal annars áhrif á úkraínska seðlabankann, rússneska olíufyrirtækið Rosneft og spítala í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Frá þessu er greint á tæknifréttasíðunni Bleeping Computer.

Veiran virkaði þannig að öll gögn á sýktum tölvum voru dulkóðuð og þurfti að reiða 300 Bandaríkjadali af hendi til að fá gögnin til baka.

Til þess að bólusetja tölvu þarf að búa til svokallaða „read-only“ skrá og nefna hana „perfc“ í möppunni „C:\\Windows“. Þannig muni veiran ekki geta tekið gögn í viðkomandi tölvu í gíslingu. Hins vegar muni tölvan áfram vera smitberi og þannig geta smitað aðrar tölvur. Ekki hefur fundist leið til að koma í veg fyrir það.

Einfaldasta lausnin til að koma í veg fyrir að smitast af veirunni er hins vegar að uppfæra Windows-stýrikerfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×