Viðskipti erlent

295 þúsund á dag fyrir aukavakt

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Þónokkrir flugmenn Norwegian hafa ákveðið að taka aukavaktir.
Þónokkrir flugmenn Norwegian hafa ákveðið að taka aukavaktir.
Flugmönnum hjá Norwegian býðst nú tvöföld greiðsla fyrir yfirvinnu. Flugstjórar geta til dæmis þénað allt að 295 þúsund íslenskum krónum, vinni þeir á frídegi sínum.

Samkvæmt frétt Dagens Næringsliv eru það fjórfalt hærri laun en venjuleg daglaun. Meiri skortur hefur verið á flugmönnum í sumar en búist var við og hefur þurft að aflýsa flugi að undanförnu. Haft er eftir formanni stéttarfélags flugmanna, að sumir segi kannski já við vakt þótt þeir séu þreyttir. Í þessu starfi eigi menn að vera í toppformi allan tímann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×