Erlent

Djákni sektaður fyrir að sameina flóttafjölskyldu

Flóttamenn í Svíþjóð.
Flóttamenn í Svíþjóð. Vísir/EPA
Þýskur djákni, Arne Bölt, var í undirrétti í Malmö dæmdur til að greiða 50 dagsektir fyrir að aka sýrlenskri konu og tveimur ungum börnum hennar frá Þýskalandi til Svíþjóðar til að hún gæti sameinast fjölskyldu sinni þar, eiginmanni og tveimur öðrum börnum þeirra hjóna.

Bölt var ljóst að samkvæmt lögum ætti að úrskurða um örlög fjölskyldunnar í Þýskalandi samkvæmt Dyflinngarreglugerðinni. Hann krafðist hins vegar sýknu þar sem um mannúðarástæður hefði verið að ræða. Hann hefði ekki átt annars úrkosti vegna andlegs ástands konunnar. Hún hefði ekki getað beðið lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×