Innlent

Atli Örvarsson orðinn meðlimur í bandarísku kvikmyndaakademíunni

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Atli glaður í bragði enda mikill heiður að fá sæti í akademíunni.
Atli glaður í bragði enda mikill heiður að fá sæti í akademíunni. Vísir/Anton Brink
Íslenska tónskáldið Atli Örvarssonr hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin ár. Hann hefur nú fengið boð um sæti í bandarísku kvikmyndaakademíunni. RÚV greinir frá.

Atli er einn af 744 einstaklingum sem hafa fengið þetta boð. Þetta veitir honum tækifæri á því að kjósa um hverjir hljóti Óskarsverðlaunin fyrir tónlist sem afhent eru árlega.

Hann er hvað þekktastur fyrir kvikmyndatónlist sína en hann hefur samið tónlist fyrir fjöldann allan af kvikmyndum og þáttum erlendis sem og hér heima. Atli er ekki sá eini sem fékk umrætt boð í dag en Justin Timberlake, Nick Cave, Warren Ellis og Justin Hurwitz hlutu einnig þennan heiður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×