Innlent

Björguðu fimm göngumönnum úr sjálfheldu

Gissur Sigurðsson skrifar
Þrír hópar björgunarmanna tóku þátt í björguninni auk áhafnar á harðbotna björgunarbáti.
Þrír hópar björgunarmanna tóku þátt í björguninni auk áhafnar á harðbotna björgunarbáti. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitarmönnum  Landsbjargar á norðanverðum Vestfjörðum tókst í gærkvöldi að bjarga fimm göngumönnum úr sjálfheldu í hlíðum Öskubaks, sem er skammt frá Galtarvita. Göngumennirnir voru allir heilir á húfi og höfðu getað gefið björgunarmönnum upp GPS staðsetningu sína, sem flýtti björgunaraðgerðum.

Þrír hópar björgunarmanna tóku þátt í björguninni auk áhafnar á harðbotna björgunarbáti. Fyrr í gær björguðu Landsbjargarmenn frá Höfn í Hornafirði tveimur mönnum af bílþaki úti í miðri Skyndidalsá, þar sem þeir höfðu fest bílinn og vatn flæddi inn í hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×