Enski boltinn

Tilboðum Arsenal í franskar stjörnur hafnað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexandre Lacazette er eftirsóttur biti á leikmannamarkaðnum.
Alexandre Lacazette er eftirsóttur biti á leikmannamarkaðnum. visir/epa
Lyon og Monaco hafa hafnað tilboðum frá Arsenal í þá Alexandre Lacazette og Thomas Lemar, eftir því sem kemur fram á vef Sky Sports.

Lacazette er framherji hjá Lyon og skoraði 37 mörk í 45 leikjum með liðinu á nýliðnu tímabili. Hann á enn tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.

Sjálfur hafur hann sagt að hann muni aðeins fara til félags sem spilar í Meistaradeild Evrópu en þar verður Arsenal ekki á meðal þátttökuliða á næstu leiktíð. Hann hafði áður samþykkt að ganga til liðs við Atletico Madrid en spænska liðið er í straffi hjá FIFA og má ekki kaupa leikmenn í sumar.

Fram kemur í fréttinni að Arsenal hafi lagt fram tilboð upp á 30 milljónir punda í miðjumanninn Lemar.

Sá er 21 árs og á þrjú ár eftir af samningi sínum við Monaco sem varð Frakklandsmeistari í vor.

Arsenal hefur einnig verið í hópi þeirra liða sem hafa áhuga á Kylian Mbappe, sóknarmanninum stórefnilega hjá Monaco, en hann er undir smásjá allra stærstu liða Evrópu.

Þá hefur verið þrálátur orðrómur þess efnis að Arsenal ætli sér að kaupa Riyad Mahrez frá Leicester.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×