Fótbolti

Barcelona heiðrar minningu þeirra látnu með vináttuleik gegn Chapecoense

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Victor Ramos, leikmaður Chapecoense, fagnar marki í leik gegn Flamengo í brasilísku deildinni.
Victor Ramos, leikmaður Chapecoense, fagnar marki í leik gegn Flamengo í brasilísku deildinni. Vísir/Getty
Barcelona hefur staðfest að félagið muni spila æfingaleik gegn brasilíska félaginu Chapecoense þann 7. ágúst.

Fregnir bárust fyrst af því í desember að Barcelona hyggðist bjóða Chapecoense æfingaleik og aðstoða við endurbyggingu á liði félagsins eftir að flestir leikmenn þess létust í flugslysi í lok nóvember á síðasta ári.

71 lét lífið í slysinu en alls voru 77 um borð í flugvélinni, sem var á leið frá Brasilíu til Kólumbíu.

Ágóði af leiknum verður notaður til að styrkja málefni til styrktar fjölskyldum fórnarlamba slyssisns.

Um svokallaðan Joan Gamper-leik er að ræða en það er fyrsti leikur nýs tímabils á Nývangi í Barcelona.

Chapecoense fór vel af stað á nýju tímabili í brasilísku úrvalsdeildinnio og vann þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. Liðið hefur hins vegar tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum og er í fjórtánda sæti deildarinnar með þrettán stig að loknum tíu umferðum.

Corinthians er á toppnu með 26 stig og hefur enn ekki tapað leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×